Jólasýningar í Baltimore og Boston

Stefán Karl leikari
Stefán Karl leikari

Stefán Karl Stefánsson leikari prýðir forsíðu leikhúsvefjarins Playbill í dag. Stefán Karl mun fara með hlutverk Trölla í söngleiknum Þegar Trölli stal jólunum (Dr. Seuss' How the Grinch Stole Christmas! The Musical).

Nú er búið að ákveða hlutverkaskipan í uppsetningunni. Meðal annars munu leikararnir Walter Charles, Andrew Keenan-Bolger, Lexie DeBlasio og Maya Goldman leika í sýningunni.

Verkið verður á fjölum Hippodrome leikhússins í Baltimore 11.-23. nóvember og í Citi Performing Arts Center's Wang Theatre í Boston frá 26. nóvember til 28. desember.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar