Bandaríski leikarinn David Duchovny er kominn úr meðferð, en leikarinn sótti námskeið vegna kynlífsfíknar. Lögmaður leikarans segir að Duchovny muni brátt fara vinna á nýjan leik, en ný kvikmynd með kappanum er nú í bígerð.
Leikarinn sendi frá sér yfirlýsingu í ágúst sl. þar sem fram kom að hann hefði skráð sig í meðferðina sjálfviljugur.
Duchovny, sem verið hefur kvæntur leikkonunni Tea Leoni frá árinu 1997, leikur kynóðann rithöfund í þáttunum Californication, sem hafa notið mikilla vinsælda að undanförnu. Leikarinn hlaut Golden Globe verðlaunin fyrir túlkun sína á Hank Moody í janúar sl.
Duchovny, sem er 48 ára, skaust á stjörnuhimininn fyrir 15 árum þegar hann lék alríkislögreglumanninn Fox Mulder í The X Files.
Hann mun brátt leika á móti Demi Moore í gamanmyndinni The Joneses.