Yoko Ono komin til landsins

Ringo Starr, Yoko Ono og Olivia Harrison í Viðey í …
Ringo Starr, Yoko Ono og Olivia Harrison í Viðey í fyrra. mbl.is/RAX

Listakonan Yoko Ono, og ekkja Bítilsins John Lennon, er komin til landsins en hún lenti á Íslandi nú í kvöld. Yoko er hingað komin til að kveikja á Friðarsúlunni í Viðey og veita friðarverðlaunin, Lennon/Ono peace grant, í Höfða á fimmtudaginn 9. október, sem er fæðingardagur  Lennons.

Það verður þá í fjórða skipti sem verðlaunin eru veitt, og í annað skipti sem kveikt verður á Friðarsúlunni, en það verður gert kl. 20 á fimmtudag.

Friðarsúlan, sem er reist er í minningu Lennons, er ljósgeisli sem streymir upp úr brunni sem áletrunin „Hugsa sér frið“ hefur verið grafin í á 24 tungumálum.

Nú er að vona að ljósgeislar Friðarsúlunnar verði til að koma á sálarró og friði í hugum og hjörtum landsmanna í þeim efnahagsþrengingum sem þjóðin stendur nú frammi fyrir. 

Yoko Ono kveikti á Friðarsúlunni í Viðey í fyrsta sinn …
Yoko Ono kveikti á Friðarsúlunni í Viðey í fyrsta sinn 9. október í fyrra. mbl.is/RAX
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir