Butler sakaður um að hafa slegið ljósmyndara

Það var öllu léttara yfir Butler á mánudag þegar hann …
Það var öllu léttara yfir Butler á mánudag þegar hann kynnti nýjustu kvikmynd sína, sem heitir RocknRolla, í Hollywood. Reuters

Skoski leikarinn og Íslandsvinurinn Gerard Butler er sakaður um að hafa ráðist á ljósmyndara í Los Angeles. Lögreglan hefur nú málið til rannsóknar.

Butler, sem er 38 ára og hefur leikið í vinsælum myndum á borð við 300 og Tomb Raider, er sagður hafa slegið ljósmyndara nokkrum sinnum í andlitið snemma í gærmorgun.

Lögreglan á eftir að taka skýrslu af Butler vegna málsins, en hann er sakaður um minniháttar líkamsárás, segir á fréttavef Reuters.

Slúðursíðan TMZ.com greinir frá því að ljósmyndari hafi elt Butler, sem hafði verið á bar í Los Angeles. Haft er eftir ljósmyndaranum að Butler hafi skömmu síðar farið út úr bifreiðinni sinni, gengið að ljósmyndaranum og kýlt hann þrisvar til fjórum sinnum í andlitið. Ljósmyndarinn fór á sjúkrahús með sprungna vör.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan