Butler sakaður um að hafa slegið ljósmyndara

Það var öllu léttara yfir Butler á mánudag þegar hann …
Það var öllu léttara yfir Butler á mánudag þegar hann kynnti nýjustu kvikmynd sína, sem heitir RocknRolla, í Hollywood. Reuters

Skoski leikarinn og Íslandsvinurinn Gerard Butler er sakaður um að hafa ráðist á ljósmyndara í Los Angeles. Lögreglan hefur nú málið til rannsóknar.

Butler, sem er 38 ára og hefur leikið í vinsælum myndum á borð við 300 og Tomb Raider, er sagður hafa slegið ljósmyndara nokkrum sinnum í andlitið snemma í gærmorgun.

Lögreglan á eftir að taka skýrslu af Butler vegna málsins, en hann er sakaður um minniháttar líkamsárás, segir á fréttavef Reuters.

Slúðursíðan TMZ.com greinir frá því að ljósmyndari hafi elt Butler, sem hafði verið á bar í Los Angeles. Haft er eftir ljósmyndaranum að Butler hafi skömmu síðar farið út úr bifreiðinni sinni, gengið að ljósmyndaranum og kýlt hann þrisvar til fjórum sinnum í andlitið. Ljósmyndarinn fór á sjúkrahús með sprungna vör.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir