Hefner næstum á lausu

Hugh Hefner með Holly Madison, Bridget Marquardt og Kendru Wilkinson.
Hugh Hefner með Holly Madison, Bridget Marquardt og Kendru Wilkinson. HO

Hugh Hefner, stofnandi karlaritsins Playboy, hefur staðfest að hann og aðalkærasta hans Holly Madison hafi slitið sambandi sínu. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að brestir væru í sambandi þeirra en og fyrr í þessari viku staðfesti Madison að svo væri. Hefner hefur hins vegar fram til þessa neitað því. 

„Segi hún að því sé lokið þá er því lokið en eins og ég hef áður sagt þá er hún stóra ástin í lífi mínu og ég gerði ráð fyrir að eyða því sem ég ætti eftir ólifað með henni,” segir Hefner, sem er 82 ára. Þá segist hann hafa tekið sambandsslitum þeirra mjög illa. 

Hefner hafði áður greint frá því að þau hefðu reynt að eignast barn saman en að ekki hafi reynst nógu mikið magn af sæðisfrumum í sæði hans til að hann gæti getið konu barn.

„Við reyndum að eignast barn fyrr á þessu ári en það gekk ekki. Með mínu sæði þá er það ekki mögulegt. Ég var tilbúin í það en ekki fær um það. Þetta gerði hana mjög þunglynda,” sagði hann í bandaríska spjallþættinum 'Chelsea Lately'. 

Þá sagði hann allt útlit fyrir að sambandi hans og annarrar kærustu hans Kendru Wilkinson, sem er 23 ára ljúki innan tíðar. Ein af þremur kærustum hans, hin 35 ára Bridget Marquardt,  mun búa áfram með honum og segir hann líklegt að tvíburarnir Kristina og Karissa Shannon, sem eru nítján ára, muni einnig flytja inn til hans á næstunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir