James Bond fór í lýtaaðgerð

Daniel Craig í hlutverki sínu sem James Bond í kvikmyndinni …
Daniel Craig í hlutverki sínu sem James Bond í kvikmyndinni Quantum of Solace. Reuters

Breski leikarinn Daniel Craig hefur greint frá því að hann hafi farið í lýtaaðgerð í kjölfar slyss sem varð við tökur á nýjustu kvikmyndinni um James Bond.

Craig skarst illa á fingri þegar einn af meðleikurum hans sparkaði óvart í hann við tökur á myndinni. Þá leiddi sama atvik til þess að Cragi hlaut jafnframt áverka á andliti þannig að sauma varð átta spor.

Leikarinn segir að atvikið, sem átti sér stað í júní, hafi verið „heimskuleg óþægindi“. Hann sagði í samtali við tímaritið Elle að honum hafi verið vísað á frábæran lýtalækni.

Tökur á myndinni gengu ekki áfallalaust fyrir sig því í apríl ók áhættuleikari bifreið í Gardavatn á Ítalíu og skömmu síðar slasaðist annar áhættuleikari alvarlega þegar hann ók á vegg.

Craig mætti svo í fatla þegar hann var viðstaddur Bond-fögnuð í London á sunnudag. Talskona leikarans segir að Craig hafi farið í aðgerð vegna gamalla eymsla í annarri öxlinni. Þetta tengist ekkert ofangreindu atviki við tökur á Quantum of Solace.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup