James Bond fór í lýtaaðgerð

Daniel Craig í hlutverki sínu sem James Bond í kvikmyndinni …
Daniel Craig í hlutverki sínu sem James Bond í kvikmyndinni Quantum of Solace. Reuters

Breski leikarinn Daniel Craig hefur greint frá því að hann hafi farið í lýtaaðgerð í kjölfar slyss sem varð við tökur á nýjustu kvikmyndinni um James Bond.

Craig skarst illa á fingri þegar einn af meðleikurum hans sparkaði óvart í hann við tökur á myndinni. Þá leiddi sama atvik til þess að Cragi hlaut jafnframt áverka á andliti þannig að sauma varð átta spor.

Leikarinn segir að atvikið, sem átti sér stað í júní, hafi verið „heimskuleg óþægindi“. Hann sagði í samtali við tímaritið Elle að honum hafi verið vísað á frábæran lýtalækni.

Tökur á myndinni gengu ekki áfallalaust fyrir sig því í apríl ók áhættuleikari bifreið í Gardavatn á Ítalíu og skömmu síðar slasaðist annar áhættuleikari alvarlega þegar hann ók á vegg.

Craig mætti svo í fatla þegar hann var viðstaddur Bond-fögnuð í London á sunnudag. Talskona leikarans segir að Craig hafi farið í aðgerð vegna gamalla eymsla í annarri öxlinni. Þetta tengist ekkert ofangreindu atviki við tökur á Quantum of Solace.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir