Nei, nú er nóg komið af ABBA

Meryl Streep og Pierce Brosnan leika aðahlutverkin í Mamma Mia.
Meryl Streep og Pierce Brosnan leika aðahlutverkin í Mamma Mia.

Jæja, nú fer þetta ABBA-æði að verða gott og eitthvað segir mér að eftir nokkur ár muni margir unglingarnir skammast sín fyrir þetta tímabil í ævi sinni þegar Mamma Mia! var uppáhaldsmyndin þeirra. Þeir sem héldu upp á La Bamba vita hvað undirritaður á við. Þó það væri ekki nema til að víkja fyrir frábærri plötu Emilíönu Torrini sem situr í einskonar herkví í öðru sæti.

Helgi Björnsson og félagar halda áfram að selja hestamönnum og öðrum kúrekum plötuna Ríðum sem fjandinn en reikna má með að platan gangi líka vel í útlenda ferðamenn á Leifsstöð.

„Nu Rave“-liðið ætti nú allflest að vera búið að festa kaup á Ég fíla 90's. Ef það varð ekki fyrir raunveruleika-vatnsgusu á tónleikum Haddaways um síðustu helgi er engin von til þess að það lið sjái ljósið. 90's-tónlist var og er vond.

Annars er ekki mikið um að vera á Tónlistanum þessa vikuna og borinn saman við Lagalistann mætti jafnvel segja að hann væri dálítið leiðinlegur. Þó má reikna með því að meiri hasar færist í leikinn þegar nær dregur nóvember og poppararnir halda í fullum herklæðum út í jólagjafastríðið. Megi sá besti vinna það stríð... eins lengi og það er ekki ABBA og Mamma Mia!

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar