Yoko og Lennon á landinu

Sean Lennon og Yoko Ono á blaðamannafundi í Kjarvalsstöðum fyrir …
Sean Lennon og Yoko Ono á blaðamannafundi í Kjarvalsstöðum fyrir tveimur árum. mbl.is/Ómar

Myndlistarkonan og friðarsinninn Yoko Ono er komin hingað til lands í tilefni af þremur minningarviðburðum sem fram fara í dag, 9. október, á afmælisdegi Johns Lennons. Með Yoko í för er meðal annars sonur hennar og Lennons, Sean Lennon.

Yoko mun veita tveimur handhöfum Lennon/Ono-friðarviðurkenninguna í Höfða í dag, afhjúpa nýtt íslenskt frímerki með mynd af Friðarsúlunni í Viðey og loks verða vitni að hinni árvissu tendrun á ljósi Friðarsúlunnar í kvöld.

Auk þess mun Yoko bjóða fólki að skoða Friðarsúluna með ókeypis bátsferðum sem standa til boða í vikutíma frá og með kvöldinu í kvöld.

Frímerki sem lýsir

Kveikt verður á Friðarsúlunni kl. 20 og býður Yoko almenningi upp á ókeypis siglingar út í Viðey. Þannig vill hún gera sem flestum fært að njóta Friðarsúlunnar í nærmynd. Hvert kvöld kl. 20 frá kvöldinu í kvöld og til 15. október mun 150 manna bátur sigla frá Skarfabakka með gesti sem allir fá frítt meðan bátsrúm leyfir. Ferðirnar eru þó háðar veðri. jbk@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar