Yoko og Lennon á landinu

Sean Lennon og Yoko Ono á blaðamannafundi í Kjarvalsstöðum fyrir …
Sean Lennon og Yoko Ono á blaðamannafundi í Kjarvalsstöðum fyrir tveimur árum. mbl.is/Ómar

Myndlistarkonan og friðarsinninn Yoko Ono er komin hingað til lands í tilefni af þremur minningarviðburðum sem fram fara í dag, 9. október, á afmælisdegi Johns Lennons. Með Yoko í för er meðal annars sonur hennar og Lennons, Sean Lennon.

Yoko mun veita tveimur handhöfum Lennon/Ono-friðarviðurkenninguna í Höfða í dag, afhjúpa nýtt íslenskt frímerki með mynd af Friðarsúlunni í Viðey og loks verða vitni að hinni árvissu tendrun á ljósi Friðarsúlunnar í kvöld.

Auk þess mun Yoko bjóða fólki að skoða Friðarsúluna með ókeypis bátsferðum sem standa til boða í vikutíma frá og með kvöldinu í kvöld.

Frímerki sem lýsir

Yoko stofnaði til Lennon/Ono-viðurkenningarinnar árið 2002 til að minnast friðarhugsjónar Johns Lennons og mannréttindabaráttu hans, og veitir viðurkenningar úr sjóðnum annað hvert ár. Yoko mun kynna handhafana við hátíðlega athöfn sem hefst í Höfða kl. 14. Klukkan 15 verður hulunni svo svipt af nýju íslensku frímerki með mynd af Friðarsúlunni. Það er Íslandspóstur sem sér um útgáfu frímerkisins og færir sér í nyt áður óþekkta tækni við gerð frímerkja. Þannig hefur andlitsmynd Johns Lennons verið greypt í frímerkið, en með notkun fosfórs og útfjólublás bleks í prentun lýsir myndin í myrkri rétt eins og Friðarsúlan sjálf.

Kveikt verður á Friðarsúlunni kl. 20 og býður Yoko almenningi upp á ókeypis siglingar út í Viðey. Þannig vill hún gera sem flestum fært að njóta Friðarsúlunnar í nærmynd. Hvert kvöld kl. 20 frá kvöldinu í kvöld og til 15. október mun 150 manna bátur sigla frá Skarfabakka með gesti sem allir fá frítt meðan bátsrúm leyfir. Ferðirnar eru þó háðar veðri. jbk@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen