Fyrstu minningartónleikarnir um Vilhjálm Vilhjálmsson, sem fóru fram í Laugardalshöll, tókust afar vel og að sögn tónleikagesta var mikil stemmning í húsinu. Margir af kunnustu tónlistarmönnum Íslands komu þar fram og túlkuðu lög sem Vilhjálmur flutti á sínum tíma.
Mikla athygli vakti þegar Jóhann Vilhjálmsson, sonur Vilhjálms, söng lagið Lítill drengur.