Silja var poppstjarna þegar hún var 16 ára

Silja Aðalsteinsdóttir
Silja Aðalsteinsdóttir mbl.is

Þótt Silja Aðalsteinsdóttir hafi í áratugi verið viðloðandi þá menningu, sem jafnan er meira í hávegum höfð en svokölluð dægurmenning, setti hún sem unglingur svo mikið mark á þá síðarnefndu að henni hefur verið reistur minnisvarði á Poppminjasafninu í Duus-húsi, menningarmiðstöð Reykjanesbæjar.

Á sýningunni Saga rokksins í 50 ár er tveggja vikna ferill hennar sem dægurlagasöngkonu tíundaður á veggspjaldi ásamt mynd af henni frá þessum tíma.

Í viðtali í Morgunblaðinu í dag sviptir Silja, bókmenntafræðingur, rithöfundur, þýðandi og nú útgáfustjóri hjá Máli og menningu, hulunni af þessu tímabili í lífi sínu. Hún var aðeins sextán ára og ein tíu ungmenna sem árið 1960 voru valin úr hópi fjörutíu unglinga, sem komu eftir auglýsingu í prufu hjá KK sextett.

„Við æfðum stíft og sungum með hljómsveitinni á sveitaböllum, í Hlégarði, á Selfossi og víðar flest kvöld í tvær vikur,“ segir Silja m.a. Í viðtalinu ljóstrar hún jafnframt upp ástæðu þess að henni þótti meira gaman í rútunni til og frá böllunum heldur en að syngja.

Framtíðarsöngkona

Hápunkturinn fyrir ungu söngvarana voru tónleikar í Austurbæjarbíói í lok september. Gagnrýnendur gerðu í stórum dráttum nokkuð góðan róm að frammistöðu Silju. Í [dagblaðinu] Tímanum sagði að ekki hefðu allir átt erindi upp á svið, en Silja Aðalsteinsdóttir ætti greinilega framtíð fyrir sér. Haukur Morthens söngvari var ekki alveg eins ánægður, sagði hana hafa verið feimna, óstyrka og oft hafa fipast.

Silja viðurkennir að hann hafi haft svolítið til síns máls, hún hafi verið mjög feimin – og í rauninni hafi hún aldrei unnið almennilega bug á feimninni, þótt ekki örli eins mikið á henni þegar hún flytji texta eftir aðra.

Í seinni tíð syngur Silja helst þegar hún straujar. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir