Ringo áritar ei meir

Íslandsvinurinn Ringo Starr hefur í nógu að snúast, og bara …
Íslandsvinurinn Ringo Starr hefur í nógu að snúast, og bara má hreinlega ekki vera að því að lesa bréf frá aðdáendum sínum eða árita minjagripi. mbl.is/Golli

Trommuleikarinn taktfasti og fyrrum Bítillinn Ringo Starr segist ætla að hætta að árita minjagripi fyrir aðdáendur sína. Þá segist hann ætla að henda öllum aðdáendapósti sem hann fær sendan til sín í framtíðinni beint á sorphauganna.

„Ég bið ykkur vinsamlegast um að hætta að senda mér aðdáendabréf á þau heimilisföng sem þið eruð með,“ segir Ringo í myndskeiði sem birt er á heimasíðunni hans.

„Frá og með 20. október verður ekkert áritað. Sé bréfið með þeirri dagsetningu, þá verður því fleygt,“ segir hann og bætir við: „Ég vara ykkur við - með friði og ást - en ég hef of mikið að gera,“ segir hinn 68 ára gamli Ringo.

Íklæddur svörtum fötum með svört sólgleraugu segir hann ennfremur að „þetta eru alvarleg skilaboð til þeirra sem eru að horfa.“

„Hvorki aðdáendabréf né minjagripir verða áritaðir. Ekkert“

Kappinn er nú á hljómleikaferðalagi í Bandaríkjunum og Kanda, en hann sendi frá sér nýja plötu í janúar sl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir