Ævisaga 15 ára unglingastjörnu væntanleg

Miley Cyrus er tónlistin í blóð borin enda dóttir Billy …
Miley Cyrus er tónlistin í blóð borin enda dóttir Billy Ray Cyrus sem hefur notið mikilla vinsælda vestanhafs. Reuters

Ævisaga bandarísku unglingastjörnunnar Miley Cyrus, sem er aðeins 15 ára, er væntanleg. Cyrus, sem leikur aðalhlutverkið í sjónvarpsþættinum Hannah Montana, er sögð hafa fengið rúmlega milljón dali greidda fyrir bókina.

Miley Cyrus er dóttir sveitasöngvarans Billy Ray Cyrus. Hún hefur sagst vera reiðubúin að leika í fjórðu þáttaröðinni um ævintýri Montana, sem hún hefur leikið síðan 2006.

Stúlkan nýtur gríðarlegra vinsælda vestanhafs. Hún hefur gefið út tvær plötur sem hafa selst í bílförmum og leikið í vinsælli kvikmynd. Þá er kvikmynd um Hönnuh Montana væntanleg á næsta ári.

Disney, sem gefur út bókina, segir að bókin muni fjalla um það hvernig fjölskylda Miley Cyrus - þá sérstaklega móðir hennar - hefur stutt hana í frægðinni.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup