Ævisaga 15 ára unglingastjörnu væntanleg

Miley Cyrus er tónlistin í blóð borin enda dóttir Billy …
Miley Cyrus er tónlistin í blóð borin enda dóttir Billy Ray Cyrus sem hefur notið mikilla vinsælda vestanhafs. Reuters

Ævisaga bandarísku unglingastjörnunnar Miley Cyrus, sem er aðeins 15 ára, er væntanleg. Cyrus, sem leikur aðalhlutverkið í sjónvarpsþættinum Hannah Montana, er sögð hafa fengið rúmlega milljón dali greidda fyrir bókina.

Miley Cyrus er dóttir sveitasöngvarans Billy Ray Cyrus. Hún hefur sagst vera reiðubúin að leika í fjórðu þáttaröðinni um ævintýri Montana, sem hún hefur leikið síðan 2006.

Stúlkan nýtur gríðarlegra vinsælda vestanhafs. Hún hefur gefið út tvær plötur sem hafa selst í bílförmum og leikið í vinsælli kvikmynd. Þá er kvikmynd um Hönnuh Montana væntanleg á næsta ári.

Disney, sem gefur út bókina, segir að bókin muni fjalla um það hvernig fjölskylda Miley Cyrus - þá sérstaklega móðir hennar - hefur stutt hana í frægðinni.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen