Hrúturinn Hreinn tilnefndur

Hrúturinn Hreinn
Hrúturinn Hreinn

Tilnefningar til alþjóðlegu Emmy-verðlaunanna voru tilkynntar í gær. Eins og búast mátti við er sjónvarpsefnið sem komst á blað frá öllum heimshornum, alls sextán löndum og komust Jórdanía og Perú í fyrsta sinn á blað í sögu verðlaunanna.

Nokkrir af góðvinum íslenskra sjónvarpsáhorfenda keppa um verðlaun og þar á meðal er breska brúðuþáttaröðin Shaun the Sheep, sem fékk nafnið Hrúturinn Hreinn í íslenskri þýðingu, en hann keppir um verðlaunin fyrir besta barnaefnið. Bresku þættirnir The IT Crowd, voru sömuleiðis tilnefndir í flokki besta gamanefnis og dönsku þættirnir Forbrydelsen (ísl. Glæpurinn) voru tilnefndir til verðlauna fyrir besta dramatíska sjónvarpsefnið. Aðalleikkona þáttanna, Sofie Gråbøl, var líka tilnefnd sem besta leikkona í sjónvarpsþætti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir