Russel Crowe dregur úr drykkju

Russel Crowe
Russel Crowe Reuters

Ástralski leikarinn Russel Crowe hefur dregið úr neyslu áfengra drykkja eftir að hann varð ábyrgur faðir. Crowe á tvo syni, Charles sem er fjögurra ára gamall, og Tennyson sem er tveggja ára. Hann er hins vegar harðákveðinn að hætta ekki allri áfengisneyslu og segir að tequila og hann séu enn góðir vinir.

„Tequila og ég erum enn góðir vinir og vodka og mér semur enn vel. Það eru einungis dökkir drykkir sem virðast ekki kalla fram það besta í mér," segir Crowe.

Segir Crowe að hann hafi ákveðið að draga úr áfengisneyslu vegna drengjanna. „Áfengisneysla skipar nú annað sæti en áður eftir að ég eignaðist börn. Það er margt sem ég geri ekki lengur þar sem það dregur úr þolinmæði minni.  Ég vil ekki missa þolinmæðina þegar ég er með þessum dásamlegu börnum," segir Crowe.

Nýjasta kvikmynd Crowe, Body of Lies, var frumsýnd vestanhafs um síðustu helgi.  Auk Crowe leikur Leonardo DiCaprio í myndinni sem er leikstýrt af Ridley Scott.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar