Brúðguminn fær ekki verðlaun Norðurlandaráðs

Úr mynd Andersson, Þið,sem lifið.
Úr mynd Andersson, Þið,sem lifið.

Sænski kvikmyndaleikstjórinn Roy Andersson hlýtur kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2008 fyrir  kvikmyndina Þið, sem lifið. Íslenska myndin sem tilnefnd var, Brúðguminn hneppti ekki hnossið en Andersson þykir hafa búið til meinfyndna og tragíska mynd sem vekur fólk til umhugsunar.


Í rökstuðningi dómnefndar fyrir vali á verðlaunahafa ársins segir: „Í  þessari stórkostlegri kvikmynd Þið, sem lifið veltir Roy Andersson  fyrir sér lífinu, dauðanum og veikleikum mannskepnunnar. Með einstökum stílþrifum í myndatöku og frásagnartakti vekur þessi sinfónía daglegs lífs okkur til umhugsunar um gildi kvikmynda, en kennir okkur líka að skynja kvikmyndarfrásögn á nýjan veg.

Í stað hefðbundinnar línulegrar  frásagnar er Þið, sem lifið gerð úr röð samsettra atriða, sögubrotum úr heimi sem er í senn dapur og afkáralega fyndinn. Þessar meinfyndnu og tragísku svipmyndir sýna okkur manninn í sinni fegurstu og ljótustu mynd, þær koma okkur til að hlæja og vekja okkur til umhugsunar.

Í stuttu máli minnir Þið, sem lifið okkur á kosti kvikmyndarinnar til að miðla afar persónulegri sýn á heiminn."


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt hafa hlutina í röð og reglu en skalt varast það að ganga of langt í þeim efnum. Vertu á varðbergi gegn freistingum og gylliboðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt hafa hlutina í röð og reglu en skalt varast það að ganga of langt í þeim efnum. Vertu á varðbergi gegn freistingum og gylliboðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Loka