Colin Powell, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sýndi gestum í Royal Albert Hall í Lundúnum í gærkvöldi að honum er ýmislegt til lista lagt en þá söng hann og dansaði með nígerísku hipp-hopp sveitinni Olu Maintain.
Dagskráin var hluti af hátíðinni Africa Rising í borginni þar sem athygli er vakin á afrískri menningu.
Powell, sem var utanríkisráðherra á árunum 2001-2005, flutti einnig ávarp þar sem hann sagði m.a. að Afríka gæti blómstrað líkt og Asía og Austur-Evrópa ef fólk þar legði hart að sér og hægt yrði að laða þangað erlenda fjárfestingu.