Rokkað í skugga kreppu

Mugison sést hér rokka á Iceland Airwaves í fyrra.
Mugison sést hér rokka á Iceland Airwaves í fyrra. mbl.is/Árni Torfason

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefst með formlegum hætti í dag í skugga kreppunnar. Breska ríkisútvarpið BBC fjallar ítarlega um hátíðina og ræðir m.a. við Þorstein Stephensen, framkvæmdastjóra hátíðarinnar, en greinin birtist á vef BBC í dag.

Hann segir m.a. frá því að erlendu listamennirnir hafi samþykkt að koma til landsins og spila án þess að fá greitt fyrirfram líkt og hafi verið vaninn. Þetta byggi á gagnkvæmu trausti sem hafi byggst upp undanfarin áratug.

Þorsteinn segir að fólk þurfi nauðsynlega á einhverju upplífgandi og jákvæðu að halda í því ástandi sem nú sé ríkjandi.

Biffy Clyro, Vampire Weekend og CSS eru á meðal þeirra erlendu listamanna sem munu skemmta landanum í höfuðborginni næstu daga.

„Þær munu fá greitt daginn sem þær spila í peningum. Þetta er óvanalegt ástand, en svona verður þetta að vera,“ segir Þorsteinn.

Sem fyrr segir hefst hátíðin í dag þrátt fyrir að það þýði tap fyrir skipuleggjendur hátíðarinnar.

„Við högnumst ekkert. Kostnaðurinn hefur næstum því þrefaldast,“ segir Þorsteinn.

Greinin á vef BBC.

Vefur hátíðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt halda um stjórnartaumana í samskiptum þínum við aðra í dag og telja þá á þitt band. Þú jarðbundinn í dag og getur því tekist á við verkefni heima fyrir sem hafa þurft að bíða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sofia Rutbäck Eriksson
3
Sarah Morgan
4
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt halda um stjórnartaumana í samskiptum þínum við aðra í dag og telja þá á þitt band. Þú jarðbundinn í dag og getur því tekist á við verkefni heima fyrir sem hafa þurft að bíða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sofia Rutbäck Eriksson
3
Sarah Morgan
4
Jenny Colgan