Lynne Spears, moðir söngkonunnar Britney Spears, er nú sögð ganga á milli kvikmyndavera í Hollywoodí von um að geta selt þeim kvikmyndaréttinn að ævisögu sinni ‘Through The Storm’.
Í sögunni mun Lynne m.a. fjalla um Britney og það sem gengið hefur á í lífi hennar að undanförnu og um yngri dóttur sína Lamie Lynne, sem nýlega eignaðist sitt fyrsta barn. „Lynne fer á milli kvikmyndavera með bókina og hefur jafnvel talað um að hún vilji að Julia Roberts leiki sig. Þetta er algerlega út í hött,” segir ónefndur heimildarmaður. Er Britney sögð öskureið yfir framkomu móður sinnar.
„Britney segir við vini sína, þessi kona minnir ekki lengur á móður mína,” segir ónefndur heimildarmaður breska blaðsins Daily Star. Þá hefur hann eftir henni: „Hún gerir hvað sem er til að ávinna sr frægð og til að græða meira á nafninu mínu. Þetta er óraunverulegt. Gæti ég útilokað hana algerlega úr lífi mínu myndi ég gera það. Í bókinni staðhæfir Lynne að Britney hafi farið að drekka áfengi 13 ára gömul, að hún hafi misst meydóminn 14 ára og fyrst neytt fíkniefna 15 ára.