Listin vinsælli en bankarnir

Sirkus er framlag Kling og bang á Art Frieze í …
Sirkus er framlag Kling og bang á Art Frieze í London. mbl.is/G.Rúnar

Íslensk list getur sér gott orð í London þó að bankastarfsemin geti ekki af sér gott orð þessa dagana. Á Art Frieze listaráðstefnunni hefur Kling og bang sett upp gamla Sirkus, barinn sem áður stóð við Klapparstíg í Reykjavík. Adrian Searl hjá Guardian fór og fékk sér einn freyðandi Thule á Sirkus og segist ekki hafa þurft að greiða fyrir með íslenskum mattador-peningum.

Hann skrifar að eftir bjórinn hafi hann hins vegar viljað rjúka á næsta bankamann og rífa af honum höfuðið að hætti víkinga en því miður hafi engum bankamönnum verið hleypt inn á Art Frieze svo snemma morguns.

Sjá umfjöllun Guardian hér.

Sjá myndskeið um undirbúning Kling og bang fyrir Art Frieze.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir