Páll Óskar predikar í Fríkirkjunni

Páll Óskar mun predika í Fríkirkjunni á sunnudag en kirkjan …
Páll Óskar mun predika í Fríkirkjunni á sunnudag en kirkjan er nú böðuð bleiku ljósi mbl.is/Kristinn

Hjörtur Magni Jóhannsson prestur og forstöðumaður Fríkirkjunnar í Reykjavík hefur ákveðið að bjóða Páli Óskari að stíga í predikunarstólinn og flytja predikun dagsins í sunnudagsguðsþjónustunni kl. 14:00. 

„Boðun kirkjustofnunarinnar hefur allt of oft einkennst af niðurdrepandi tali um sektarkennd og syndabyrði.  Boðskapur Jesú Krists einkenndist þó alls ekki af slíku á sínum tíma og við þurfum ekki á slíku að halda þessa dagana.  Ástæðan fyrir því að ég ákvað að biðja Pál Óskar að predika í almennri sunnudagsguðsþjónustu næsta sunnudag er meðal annars hans bjarta og jákvæða lífsafstaða. 

Hann hefur sagt mér að hann muni predika um það hvernig hann upplifir æðri mátt í daglegu lífi, og undir álagi, eins og þessum kringumstæðum sem við lifum nú við. Okkur hættir til að verða mjög skammsýn og vonlítil þegar kreppir að.  En sá Guð sem við fylgjum í Fríkirkjunni er sá sem gerir alla hluti nýja og kennir okkur að vona og dreyma langt umfram það sem við hingað til höfum þorað að vona eða dreyma.  Slíkur var boðskapur Jesú Krists og ég trúi að sá andi verði ríkjandi í Fríkirkjunni við Tjörnina á sunnudaginn,” segir Hjörtur Magni.


Í guðsþjónustunni mun Páll Óskar ásamt Moniku Abendroth að flytja eitt lag.  Í lokin verður síðan boðið upp á vöfflur og kaffi í Safnaðarheimilinu þar sem málin verðar rædd frekar.
 
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar