Skilnaður Madonnu staðfestur

Guy Ritchie og Madonna.
Guy Ritchie og Madonna. Reuters

Söngkonan Madonna og kvikmyndaleikstjórinn Guy Ritchie hafa staðfest opinberlega að þau  ætli að skilja eftir tæplega átta ára hjónaband.Liz Rosenberg, talsmaður Madonnu, segir þau stefna að því að ganga frá skilnaðinum án þess að fara með málið fyrir rétt. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. 

Fram kemur í yfirlýsingu hennar að ekki hafi verið gengið frá nokkrum ákvæðum varðandi skilnaðinn en að hjónin biðji um að einkalíf þeirra og barna þeirra verði virt á þessum erfiðu tímum.

Rosenberg sendi frá sér yfirlýsingu í júlí þar sem hún sagði hjónabandið traust og að ekkert væri hæft í sögusögnum um að það væri að renna út í sandinn. 

Madonna og Ritchie gengu í hjónaband í desember árið 2000 og eiga saman soninn Rocco. Þá ættleiddu þau drenginn David Banda, frá Malaví, en ættleiðing hans varð fyrst endanleg í maí á þessu ári. Madonna á einnig dótturina Lourdes, frá fyrra sambandi.

Getgátur hafa verið í fjölmiðlum að undanförnu um yfirvofandi skilnað hjónanna. Eru ástæður hans m.a. sagðar vera ágreiningur þeirra um forgangsröðun vegna starfframa þeirra og það hvort þau ættu að ættleiða annað barn. Þá er áhugi Madonnu á að „bjarga heiminum" sagður hafa farið í taugarnar á Richie þar sem hann hafi talið hugmyndir hennar óraunsæjar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar