Dorrit Moussaieff, forsetafrú, segir að lopapeysur fari aldrei úr tísku. Sjálf klæðist hún þeim við hvert tækifæri. Í viðtali við sunnudagsblað Morgunblaðsins ræðir Dorrit um íslenskukunnáttu, ferðamennsku og pönnukökur, lýsi og lopapeysur. Og um stöðu þjóðarinnar á erfiðum tímum.
Hún er bjartsýn á framtíðina. ,,Við munum koma út úr þessari kreppu sterkari og betri en áður," segir forsetafrúin. Og bætir við að efnishyggjan undanfarin ár sé ekki raunverulegur heimur. ,,Hver þarf þetta allt?"