Málverk seldist á milljarð

Starfsmaður Christie's með málverk Luciens Freuds af Francis Bacon.
Starfsmaður Christie's með málverk Luciens Freuds af Francis Bacon. Reuters

Ófullgerð andlitsmynd, sem breski málarinn Lucian Freud málaði af vini sínum, írska málaranum Francis Bacon, seldist á uppboði í Lundúnum í kvöld á 5.417.250 pund, jafnvirði rúmlega milljarðs króna. Málverkið var málað á árunum 1956-1957.

Freud málaði tvær myndir af Bacon en hinni, sem er frá 1952, var stolið af sýningu í Berlín 1988. 

Þeir Freud og Bacon hittust fyrst árið 1945 og urðu síðan miklir vinir.  Bacon, sem lést árið 1992, hafði mikil áhrif á Freud og þeir sátu fyrir á málverkum hvor hjá öðrum. Bacon málaði Freud fyrst 1951 og oft síðar. 

Að sögn uppboðshússins Christie's lauk Freud ekki við málverkið af Bacon vegna þess að sá síðarnefndi fór skyndilega úr landi, líklega til að leita að ástmanni sínum,  Peter Lacy í Tangier í Marokkó.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir