Ástarlíf Madonnu heitasta umfjöllunarefnið

Alex Rodriguez með fyrrum eiginkonu sinni Cynthiu.
Alex Rodriguez með fyrrum eiginkonu sinni Cynthiu.

Ástarlíf Madonnu er nú heitasta umfjöllunarefni bandarískra slúðurblaða. Þar er því m.a haldið fram að bandaríski hornaboltakappinn Alex Rodriguez sé að flytja til að geta verið sem næst henni þegar hún dvelur á heimili sínu í New York. Greint var frá því í síðustu viku að Madonna væri að skilja við eiginmann sinn Guy Ritchie en fyrr á þessu ári gengu sögusagnir um að hún og Rodriguezs ættu í ástarsambandi. 

„A-Rod bjó í íbúð við Columbus Circle, fimm götum frá heimili Madonnu í Central Park. Nú vill hann flytja þremur götum norðar, til 15 Central Park West, þannig að hann verði einungis tveimur götum frá henni,” segir ónefndur heimildarmaður.  

Rodriguez er þó ekki eini maðurinn sem orðaður er við  Madonnu þessa dagana því hún er sögð hafa hitt mafíósann Chris Paciello reglulega að undanförnu. Sögusagnir gengu um náið samband þeirra áður en Paciello var sakfelldur fyrir aðild að vopnuðu ráni árið 1999. Kona lét lífið í ráninu og í kjölfarið afplánaði Paciello sjö ára fangelsisdóm.

Eru þau Madonna sögð hafa endurnýjað kynni sín eftir að honum var sleppt og staðhæft er að hún hafi greitt tryggingu fyrir hann eftir að hann var handtekinn fyrir barsmíðar í ágúst á þessu ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka