Norsku krónprinsessunni Mette-Marit skrikaði fótur á tröppum höfuðstöðva samtaka sem vinna í þágu alnæmissjúkra í Kiev, höfuðborg Úkraínu í morgun og hlaut hún léttan heilahristing. Prinsessan þurfti að aflýsa heimsókn á miðstöð fyrir alnæmissjúka.
Í norska dagblaðinu Aftonbladet kemur fram að prinsessan er rúmföst eftir fallið og fór hún í rannsókn á sjúkrahúsi í morgun en niðurstaðan er sú að hún þarf samkvæmt læknisráði að halda kyrru fyrir í tvo daga.
Ekki er ljóst hvort prinsessan þarf að breyta ferðaáætlun sinni en til stóð að hún færi með flugi seint á miðvikudag.