Eivör söng von í brjóst íslensku þjóðinni

Eivör í Útskálakirkju.
Eivör í Útskálakirkju. mynd/Svanhildur Eiríksdóttir

„Þetta er í fyrsta sinn sem ég syng í buxum,“ sagði Eivör Pálsdóttir þegar hún tók sér stöðu framan við altari Útskálakirkju á sunnudag, en tónleikarnir voru liður í menningardegi kirkna í Kjalarnesprófastsdæmi. Svo óheppilega vildi til að kjóllinn sem Eivör ætlaði að klæðast reyndist blettóttur en hún brá þó ekki út af þeim vana að syngja berfætt.

Tónleikunum lauk hún á að syngja von í brjóst íslensku þjóðinni með laginu „Grát ei“. Textann hafði hún samið fyrr um daginn og fjallar hann meðal annars um þá birtu sem mun í framtíðinni stafa frá landinu.

Mikill fjöldi kom til að hlýða á Eivöru og varð að raða stólum í öll auð pláss, auk þess sem Eivör bauð þeim sem stóðu aftast að setjast í kringum sig. Fyrir tónleikana flutti séra Björn Sveinn Björnsson stutt ávarp þar sem hann sagði meðal annars frá menningarminjum í kirkjunni.

Menningardagur í kirkjum í Kjalarnesprófastsdæmis hefur verið haldinn hátíðlegur mörg undanfarin ár undir yfirskriftinni „Opin kirkja“. Þá er boðið upp á trúar- og menningartengda dagskrá í kirkjum prófastsdæmisins með það að markmiði að kynna heimamönnum og gestum fjölbreytilegt kirkjustarf Kjalarnesprófastsdæmis. Reynt er að hafa dagskrána í kirkjum innan sama svæðis á ólíkum tímum svo að fólk geti farið á milli og notið dagskrár í fleiri en einni kirkju.

Auk menningardagsins hefur Njarðvíkurprestakall verið með menningardaga frá 12. október þar sem boðið hefur verið upp á fjölbreytta dagskrá í kirkjunum tveimur innan prestakallsins. Menningardögum Njarðvíkurprestakalls lýkur 26. október nk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson