Missti Hummerinn og flatskjáinn

Halldóra Ársælsdóttir.
Halldóra Ársælsdóttir. mbl.is/Golli

„Ég er nú bara búin að fá einhver smáviðbrögð frá vinafólki mömmu og pabba, það hefur eitthvað verið að hrósa manni fyrir þetta. En þar fyrir utan hef ég ekkert fengið mjög mikil viðbrögð,“ segir Halldóra Ársælsdóttir, 16 ára gömul tónlistarkona, en myndband með henni gengur nú eins og eldur í sinu um netheima.

Í myndbandinu má sjá hana flytja sinn eigin texta við lagið „Litli trommuleikarinn“, en í flutningi Halldóru heitir lagið „Verðbréfadrengurinn“. Í texta lagsins gerir hún góðlátlegt grín að ungum manni sem lendir í miklum hremmingum þegar hlutabréfin hans falla í verði. Á meðal þess sem ungi maðurinn lendir í er að missa Hummerinn sinn og flatskjáinn, auk þess sem hann kemst ekki í skíðaferð til Colorado.

Það sem fer upp...

En hvernig datt henni í hug að semja þennan texta í desember í fyrra? Bjóst hún við að verða svona sannspá?

„Nei, eiginlega ekki, það voru að koma jól og ég ákvað bara að gera svolítið fyndinn texta við þetta jólalag. Mér datt hins vegar ekkert í hug að ástandið yrði nánast eins og segir í textanum, allavega ekki svona mikið. Ég vissi alveg að ástandið færi að verða slæmt, en kannski ekki svona slæmt. En þessi uppsveifla stóð náttúrlega svo lengi yfir að hún hlaut að koma niður að lokum, eins og allt annað,“ segir tónlistarkonan unga, sem segist fylgjast nokkuð vel með ástandinu í þjóðfélaginu. Halldóra er á fyrsta ári í Menntaskólanum í Reykjavík. Hún hefur lært á fiðlu í tíu ár, en segist líka dunda sér við að spila á gítar og semja texta. En mega menn eiga von á fleiri lögum á borð við „Verðbréfadrenginn“ á næstunni?

„Já, ég vona það allavega. Ég er búin að semja nokkur svona lög í viðbót. En ég hef að vísu verið með smáritstíflu undanfarið,“ segir hún að lokum.

Verðbréfadrengurinn

Verðbréfadrengurinn.
Vextirnir fara hækkandi.
Bónusinn farinn fjandans til.
Vaxtamörðurinn seldi Hummerinn.
Hlutabréfin fallandi, svekkjandi.
Verðbréfasnáðinn.
Bankinn tók flatskjáinn.
Konan fór með börnin.
Stakk af til tengdamömmu.
Missti vinnuna, bömmer.
Verðbréfaguttinn.
Visakortinu lokað.
Alltaf í vanskilum.
Ekkert varð úr skíðaferðinni til Colorado.
Jólin náðu botninum, svekkjandi.
Verðbréfapeyinn.
Krónan er fallin.
Bankarnir þora ekki að lána meir.
Verðbólgan étur húsin.
Jólagleðin alveg gleymd, niðurdrepandi.

Verðbréfadrengurinn á Youtube

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar