Potter-lesendur í fjórum hópum

Harry Potter-bækur í verslun í Pakistan.
Harry Potter-bækur í verslun í Pakistan. AP

Að sögn bresks markaðssérfræðings, sem hefur tekið viðtöl við fjölmarga sjö ára og eldri lesendur bókanna um Harry Potter, má skipta þeim í fjóra hópa. Hann segir að hóparnir fjórir samsvari hinum fjórum heimavistum í Hogwarth-skóla sem Potter gengur í.

Stephen Brown, sem er prófessor við Ulster-háskóla, segir í Daily Telegraph að Huffelpuff-lesendurnir (og á þá við nafn heimavistarinnar, sem lesendur bókanna þekkja), lesi sögurnar á hægum og kerfisbundnum hraða og njóti þess að lesa þær aftur og aftur. „Gryffindor“-lesendur eru ákafir og kraftmiklir og gleypa nýjustu bókina í sig í einum spretti en skipta síðan strax yfir í eitthvað annað.

„Ravenclaw“-lesendur rífa sögurnar niður og gagnrýna þær en „Slytherin“-lesendur eru ekkert mjög hrifnir.

„Það eru bara Huffelpuff-lesendur sem eru alveg tryggir Harry. Þeir eru eina fólkið sem heldur áfram að njóta sín í þessum heimi og dáist að honum,“ segir Brown.

Hann efast um að bækur JK Rowling búi yfir sama lífsmætti og til að mynda bækur Roald Dahls. Brown býst við að eftir nokkur ár muni margir lesendanna segja: „Af hverju lásum við þetta dót?“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar