Bubbi Morthens „flaug á hausinn"

Bubbi Morthens þarf að fresta tónleikum vegna þess að hann …
Bubbi Morthens þarf að fresta tónleikum vegna þess að hann datt og meiddi sig. mbl.is/Árni Sæberg

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens datt og meiddist á hendi við heimili sitt við Meðalfellsvatn í morgun, og þarf því að fresta tónleikum sem stóð til að halda núna um helgina, og í næstu viku.

„Ég var bara að fara með ruslið og það var hálka á pallinum þannig að ég flaug á hausinn. Þumalputtinn á mér er skaddaður og ég er í gipsi. Vonandi þarf ekki að skera mig, en það gæti þó verið að sinin hafi rifnað," segir Bubbi sem segist þó heppinn að hafa ekki brotnað.

Bubbi ætlaði að halda tónleika í Reykjanesbæ í kvöld og í Hafnarfirði annað kvöld, en ekkert verður af þeim að sinni. Þá ætlaði hann að halda tónleika á Akureyri, Dalvík, Húsavík og Sauðárkróki í næstu viku, en þeim tónleikum hefur einnig verið frestað. Aðspurður segist Bubbi ekki vita hvenær hann geti haldið tónleika næst, en hann hefur verið boðaður til skoðunar hjá lækni eftir viku.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar