Dr. Pepper segist standa við gefin loforð

Axl Rose, aðalsprauta Guns N' Roses.
Axl Rose, aðalsprauta Guns N' Roses. AP

Bandarískur gosdrykkjarframleiðandi, sem hét því að gefa öllum Bandaríkjamönnum frían gosdrykk ef Guns N' Roses gæfi út nýja plötu á þessu ári, hyggst standa við gefin loforð.

Útgáfu plötunnar hefur verið frestað nokkrum sinnum og menn hafa átt von á henni lengi. Forsvarsmenn Dr. Pepper lofuðu hins vegar hverjum Bandaríkjamanni gosdós ef rokkararnir myndu gefa út plötuna Chinese Democracy á þessu ári. Platan er væntanleg í næsta mánuði.

„Við héldum að þessi dagur myndi aldrei koma. Nú er hann runninn upp og það eina sem við getum sagt er að Dr. Pepper verður í okkar boði,“ sagði talsmaður fyrirtækisins.

Bandaríkjamenn mun fá úttektarmiða og geta þannig nálgast frían drykk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar