Bandarískur gosdrykkjarframleiðandi, sem hét því að gefa öllum Bandaríkjamönnum frían gosdrykk ef Guns N' Roses gæfi út nýja plötu á þessu ári, hyggst standa við gefin loforð.
Útgáfu plötunnar hefur verið frestað nokkrum sinnum og menn hafa átt von á henni lengi. Forsvarsmenn Dr. Pepper lofuðu hins vegar hverjum Bandaríkjamanni gosdós ef rokkararnir myndu gefa út plötuna Chinese Democracy á þessu ári. Platan er væntanleg í næsta mánuði.
„Við héldum að þessi dagur myndi aldrei koma. Nú er hann runninn upp og það eina sem við getum sagt er að Dr. Pepper verður í okkar boði,“ sagði talsmaður fyrirtækisins.
Bandaríkjamenn mun fá úttektarmiða og geta þannig nálgast frían drykk.