Lögregla í Chicago í Bandaríkjunum rannsakar dauða móður og bróður bandarísku söng- og kvikmyndastjörnunnar Jennifer Hudson. Mæðginin fundust skotin til bana á heimili sínu í borginni.
Lögregla segir, að svo virðist sem um hafi verið að ræða fjölskylduharmleik þar sem Darnell Donerson, móðir Hudson, og Jason Hudson, bróðir hennar, létu lífið. Lýst var eftir karlmanni og var hann handtekinn í kvöld. Óstaðfestar fréttir segja, að um sé að ræða William Balfour, fyrrum eiginmann Juliu, eldri systur Jennifer Hudson. En er leitað að 7 ára gömlum dreng, syni Juliu.
Jennifer Hudson nýtur mikilla vinsælda í Bandaríkjunum. Hún þakkaði í nýlegu viðtali í Vogue móður sinni fyrir að hafa hvatt sig til að taka þátt í American Idol söngkeppninni, þar sem hún vakti athygli. Hún fékk síðan Óskarsverðlaun fyrir besta leik kvenna í aukahlutverki fyrir myndina Dreamgirl. Þá er nýtt lag hennar, Spotlight, í 1. sæti Billboard vinsældalistans.