Catherine Zeta-Jones mun fara með hlutverk Kleópötru í nýrri söngleikjamynd sem fjallar um ástarsamband egypsku drottningarinnar við Markús Antoníus og Júlíus Caesar. Frá þessu er greint á fréttavef BBC.
Leikstjóri myndarinnar verður Steven Soderberg og er þetta fyrsti söngleikurinn sem hann leikstýrir. Sagan mun ekki gerast í Egyptalandi til forna heldur á 3. áratug 20. aldarinnar í Bandaríkjunum.
Meðal annarra leikara sem nefndir hafa verið í tengslum við myndina eru Hugh Jackman, sem frægastur er fyrir hlutverk sitt í X-Men.