Englandsdrottning í fúlu skapi

Ein af myndunum sem Leibovitz tók af drottningunni.
Ein af myndunum sem Leibovitz tók af drottningunni.

Ljósmyndarinn frægi Annie Leibovitz hefur nú sagt frá því að Elísabet Englandsdrottning hafi verið frekar óróleg og ekki í sem bestu skapi á meðan hún tók af henni myndaseríu á seinasta ári.

Sjónvarpsstöðin BBC sýndi í fyrra myndbrot frá myndatökunni þar sem drottningin svarar Leibovitz hranalega, þegar hún biður hana um að taka niður kórónuna, og strunsar í burtu. Stöðin sendi seinna frá sér afsökunarbeiðni vegna birtingarinnar en myndbrotið var klippt saman, drottningin strunsaði aldrei úr myndatökunni.

Leibovitz segir að myndbrotið af drottningunni að strunsa í burtu hafi í raun og veru verið þegar hún var að koma til töku. „Þeir hefðu alveg eins geta sýnt þegar drottningin varð smáfúl, það hefði verið alveg eins góð saga og sannari.“

Leibovitz sagði þetta í ræðu við opnun á ljósmyndasýningu hennar í National Portrait-galleríinu í London nú í október. En þar er myndaserían af drottningunni m.a. til sýnis. Hún varði rétt drottningarinnar til að vera í fúlu skapi.

„Mörgum er illa við að vera ljósmyndaðir og það er mjög eðlilegt að upphaf myndatöku sé erfitt. Við vorum öll mjög taugatrekkt. Þegar drottningin kom vissi ég að eitthvað var að því aðstoðarmenn hennar héldu sig fjarri henni. Þegar hún kom inn sagðist hún ekki hafa mikinn tíma. En í lok myndatökunnar var allt í himnalagi,“ sagði Leibovitz og bætti við að drottningin hefði orðið mjög hrifin af myndunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar