Englandsdrottning í fúlu skapi

Ein af myndunum sem Leibovitz tók af drottningunni.
Ein af myndunum sem Leibovitz tók af drottningunni.

Ljós­mynd­ar­inn frægi Annie Lei­bovitz hef­ur nú sagt frá því að Elísa­bet Eng­lands­drottn­ing hafi verið frek­ar óró­leg og ekki í sem bestu skapi á meðan hún tók af henni myndaseríu á sein­asta ári.

Sjón­varps­stöðin BBC sýndi í fyrra mynd­brot frá mynda­tök­unni þar sem drottn­ing­in svar­ar Lei­bovitz hrana­lega, þegar hún biður hana um að taka niður kór­ón­una, og struns­ar í burtu. Stöðin sendi seinna frá sér af­sök­un­ar­beiðni vegna birt­ing­ar­inn­ar en mynd­brotið var klippt sam­an, drottn­ing­in strunsaði aldrei úr mynda­tök­unni.

Lei­bovitz seg­ir að mynd­brotið af drottn­ing­unni að strunsa í burtu hafi í raun og veru verið þegar hún var að koma til töku. „Þeir hefðu al­veg eins geta sýnt þegar drottn­ing­in varð smáfúl, það hefði verið al­veg eins góð saga og sann­ari.“

Lei­bovitz sagði þetta í ræðu við opn­un á ljós­mynda­sýn­ingu henn­ar í Nati­onal Portrait-galle­rí­inu í London nú í októ­ber. En þar er myndaserí­an af drottn­ing­unni m.a. til sýn­is. Hún varði rétt drottn­ing­ar­inn­ar til að vera í fúlu skapi.

„Mörg­um er illa við að vera ljós­myndaðir og það er mjög eðli­legt að upp­haf mynda­töku sé erfitt. Við vor­um öll mjög taugatrekkt. Þegar drottn­ing­in kom vissi ég að eitt­hvað var að því aðstoðar­menn henn­ar héldu sig fjarri henni. Þegar hún kom inn sagðist hún ekki hafa mik­inn tíma. En í lok mynda­tök­unn­ar var allt í himna­lagi,“ sagði Lei­bovitz og bætti við að drottn­ing­in hefði orðið mjög hrif­in af mynd­un­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú hefur varið miklum tíma í samræður við vini þína að undanförnu. Fáðu allar upplýsingar frá ástvinum, samstarfsfélögum og viðskiptavinum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú hefur varið miklum tíma í samræður við vini þína að undanförnu. Fáðu allar upplýsingar frá ástvinum, samstarfsfélögum og viðskiptavinum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka