„Hryðjuverk“ með snuddum og snjóboltum

mbl.is/Friðrik

Sýning Þorkels Þorkelssonar ljósmyndara á „íslenskum hryðjuverkamönnum“ hófst um í gær í Vetrargarðinum í Smáralind og stendur í tvær vikur. Nær 100 manns á öllum aldri urðu við beiðni Þorkels nýlega um að leyfa honum að taka mynd af þeim með vopn sín. Þau reyndust vera margvísleg, nefna má snuddur, penna og snjóbolta.

Myndirnar eru 79 talsins. Hugmyndina fékk Þorkell þegar bresk stjórnvöld settu Landsbankann á lista yfir hryðjuverkasamtök.

„Mér misbauð þetta uppátæki hjá Brown og Darling, fannst að okkur vegið. Ég hugsaði með mér, hvað get ég gert til að sýna fáránleikann í þessu? Þá datt mér í hug að ef Ísland er komið á hryðjuverkalista hljótum við að vera hryðjuverkamenn. Við skulum þá taka húmorinn í notkun og sýna hverjir þessir hryðjuverkamenn eru, hvernig þeir líta út og hver vopnin eru. Myndirnar ætla ég að birta á heimasíðunni minni,“ segir Þorkell.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir