Roger Moore heiðraður í Frakklandi

Breski leikarinn Roger Moore ásamt Christinu eiginkonu sinni.
Breski leikarinn Roger Moore ásamt Christinu eiginkonu sinni. AP

Breski leikarinn og Íslandsvinurinn Roger Moore, sem er þekktastur fyrir að hafa leikið njósnara hennar hátignar í sjö kvikmyndum, var heiðraður í Frakklandi við hátíðlega athöfn í París í dag. Moore var sæmdur æðstu menningarorðu Frakka.

Christine Albanel, menningarmálaráðherra Frakklands, sæmdi Moore orðunni. Hún sagði við athöfnina að Moore væri sönn goðsögn í heimi kvikmynda og sjónvarps.

„Frakkland er bæði ánægt og stolt yfir að geta heiðrað goðsögn með risastóru hjarta,“ sagði Albanel.

Moore, sem er 81s árs, skaust fyrst á stjörnuhimininn á sjöunda áratugnum þegar hann lék aðalhlutverkið í sjónvarpþáttunum Dýrlingurinn (e.The Saint). Þá lék hann á móti bandaríska leikaranum Tony Curtis í þáttunum The Persuaders, sem voru vinsælir á áttunda áratugnum. Þeir léku ríka glaumgosa sem tóku að sér að rannsaka glæpamál.

Það var svo árið 1973 þegar Moore brá sér í gervi James Bond í kvikmyndinni Live and Let Die, en hann tók við kyndlinum af Sean Connery - með stuttri viðkomu George Lazenby í millitíðinni. Síðasta Bond-myndin með Moore í aðalhlutverki var A View to a Kill frá árinu 1985.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir