Roger Moore heiðraður í Frakklandi

Breski leikarinn Roger Moore ásamt Christinu eiginkonu sinni.
Breski leikarinn Roger Moore ásamt Christinu eiginkonu sinni. AP

Breski leik­ar­inn og Íslands­vin­ur­inn Roger Moore, sem er þekkt­ast­ur fyr­ir að hafa leikið njósn­ara henn­ar há­tign­ar í sjö kvik­mynd­um, var heiðraður í Frakklandi við hátíðlega at­höfn í Par­ís í dag. Moore var sæmd­ur æðstu menn­ing­ar­orðu Frakka.

Christ­ine Al­banel, menn­ing­ar­málaráðherra Frakk­lands, sæmdi Moore orðunni. Hún sagði við at­höfn­ina að Moore væri sönn goðsögn í heimi kvik­mynda og sjón­varps.

„Frakk­land er bæði ánægt og stolt yfir að geta heiðrað goðsögn með risa­stóru hjarta,“ sagði Al­banel.

Moore, sem er 81s árs, skaust fyrst á stjörnu­him­in­inn á sjö­unda ára­tugn­um þegar hann lék aðal­hlut­verkið í sjón­varpþátt­un­um Dýr­ling­ur­inn (e.The Saint). Þá lék hann á móti banda­ríska leik­ar­an­um Tony Curt­is í þátt­un­um The Persua­ders, sem voru vin­sæl­ir á átt­unda ára­tugn­um. Þeir léku ríka glaum­gosa sem tóku að sér að rann­saka glæpa­mál.

Það var svo árið 1973 þegar Moore brá sér í gervi James Bond í kvik­mynd­inni Live and Let Die, en hann tók við kyndl­in­um af Sean Connery - með stuttri viðkomu Geor­ge Lazen­by í millitíðinni. Síðasta Bond-mynd­in með Moore í aðal­hlut­verki var A View to a Kill frá ár­inu 1985.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Ástand hlutanna segja til um hvernig þú hefur hugsað undanfarið. Forðastu umfram allt að berja höfðinu við steininn þegar um viðurkenndar staðreyndir er að ræða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Ástand hlutanna segja til um hvernig þú hefur hugsað undanfarið. Forðastu umfram allt að berja höfðinu við steininn þegar um viðurkenndar staðreyndir er að ræða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver