Roger Moore heiðraður í Frakklandi

Breski leikarinn Roger Moore ásamt Christinu eiginkonu sinni.
Breski leikarinn Roger Moore ásamt Christinu eiginkonu sinni. AP

Breski leik­ar­inn og Íslands­vin­ur­inn Roger Moore, sem er þekkt­ast­ur fyr­ir að hafa leikið njósn­ara henn­ar há­tign­ar í sjö kvik­mynd­um, var heiðraður í Frakklandi við hátíðlega at­höfn í Par­ís í dag. Moore var sæmd­ur æðstu menn­ing­ar­orðu Frakka.

Christ­ine Al­banel, menn­ing­ar­málaráðherra Frakk­lands, sæmdi Moore orðunni. Hún sagði við at­höfn­ina að Moore væri sönn goðsögn í heimi kvik­mynda og sjón­varps.

„Frakk­land er bæði ánægt og stolt yfir að geta heiðrað goðsögn með risa­stóru hjarta,“ sagði Al­banel.

Moore, sem er 81s árs, skaust fyrst á stjörnu­him­in­inn á sjö­unda ára­tugn­um þegar hann lék aðal­hlut­verkið í sjón­varpþátt­un­um Dýr­ling­ur­inn (e.The Saint). Þá lék hann á móti banda­ríska leik­ar­an­um Tony Curt­is í þátt­un­um The Persua­ders, sem voru vin­sæl­ir á átt­unda ára­tugn­um. Þeir léku ríka glaum­gosa sem tóku að sér að rann­saka glæpa­mál.

Það var svo árið 1973 þegar Moore brá sér í gervi James Bond í kvik­mynd­inni Live and Let Die, en hann tók við kyndl­in­um af Sean Connery - með stuttri viðkomu Geor­ge Lazen­by í millitíðinni. Síðasta Bond-mynd­in með Moore í aðal­hlut­verki var A View to a Kill frá ár­inu 1985.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þú skalt fara eftir ráðum góðs vinar í samskiptum við ættingja þinn í dag. Bjóddu heim einhverjum sem þú hefur ekki enn hitt lengi
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þú skalt fara eftir ráðum góðs vinar í samskiptum við ættingja þinn í dag. Bjóddu heim einhverjum sem þú hefur ekki enn hitt lengi
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver