Símahrekkur dregur dilk á eftir sér

Russell Brand vakti athygli í bandarísku gamanmyndinni Forgetting Sarah Marshall, …
Russell Brand vakti athygli í bandarísku gamanmyndinni Forgetting Sarah Marshall, sem naut mikilla vinsælda í kvikmyndahúsum á Íslandi. Reuters

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, hefur gagnrýnt bresku grínistanna Russell Brand og Jonathan Ross vegna símahrekks sem hefur vakið upp miklar deilur í Bretlandi. Brown segir að hegðun þeirra Brands og Ross hafi verið algjörlega óviðunandi.

Símahrekkurinn var leikin í útvarpsþætti sem þeir Brand og Ross eru með á BBC. Þeir hringdu nokkrum sinnum í leikarann Andrew Sachs, sem m.a. lék í þáttunum Fawlty Towers, og var símahrekkurinn leikinn þann 18. október sl.

Brown segir að breska ríkisútvarpinu beri að grípa til viðeigandi aðgerða vegna gabbsins.

Sachs, sem er 78, segir að hrekkurinn hafi komið sér í mikið uppnám, en Brand og Ross skildu eftir mörg klúr skilaboð í talhólfi leikarans.

Þeir töluðu á klámfegin hátt um barnabarn leikarans, hina 23 ára gömlu Georgina Baillie. Alls hringdu þeir fjórum sinnum í leikarann.

Sachs átti að mæta í þáttinn til þeirra en varð að hætta við sökum óviðráðanlegra orsaka. 

Í fyrsta símtalinu fór Ross skyndilega að blóta og sagði að Brand hefði haft kynmök við Baillie.

Breska ríkisútvarpið og eftirlitsstofnunin Ofcom hafa hafið rannsókn á málinu.

Tim Davie, sem er yfirmaður hljóð- og tónlistarsviðs BBC, segir að það sé enn of snemmt að segja nokkuð til um það hvort gripið verði til aðgerða gagnvart þeim Brand og Ross.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir