Skaup í skugga kreppu

„Þegar við vorum að byrja héldum við að þetta yrði dálítið mikið um borgarstjórnarmálin, en svo hefur það vægi aðeins minnkað,“ segir Sigurjón Kjartansson, einn höfunda Áramótaskaups Sjónvarpsins. Eins og gefur að skilja hefur skaupið tekið nokkuð nýja stefnu síðustu vikurnar eftir hrun bankakerfisins.

„Þetta er samt allt í góðum farvegi, en við erum nú að reyna að forðast að láta þetta allt fjalla um efnahagsmál. Við reynum að hafa þetta jafnt og gott því nóg er efnið, og við reynum að gera sem flestu hátt undir höfði,“ segir Sigurjón sem skrifar handritið að skaupinu ásamt þeim Ilmi Kristjánsdóttur, Hjálmari Hjálmarssyni, Hugleiki Dagssyni og leikstjóranum, Silju Hauksdóttur.

Aðspurður segir Sigurjón þau vissulega hafa þurft að endurskrifa talsvert síðan bankarnir voru þjóðnýttir, og hafa þau meira að segja þurft að henda einhverju af efni sem þau voru búin að skrifa.

„Það er nefnilega alltaf best að skrifa svona skaup á seinustu stundu,“ segir Sigurjón. „En jú jú, við vorum komin nokkuð langt og þurftum að henda einhverju, en það er alltaf þannig. Eftir því sem tíminn líður verða hlutir úreltir, og það hefur gerst nokkuð oft hjá okkur. En núna er þetta svolítið eins og að vinna á dagblaði, við erum bara að fylgjast með. Skets sem var skrifaður í gær, það þarf að henda honum í dag því það er eitthvað nýtt komið upp.“

Að sögn Silju Hauksdóttur, leikstjóra, er stefnt að því að taka skaupið í tveimur lotum, um miðjan nóvember og um miðjan desember. „Ég er ofsalega glöð að við ákváðum að vera svona seint á ferðinni því það nýtist okkur vel núna þegar við þurfum að endurskrifa slatta,“ segir Silja sem vill ekkert gefa upp um hverjir muni fara með aðalhlutverkin, en segir þó að þar verði ný og fersk andlit í bland við eldri „hunda“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar