Taílenskur veitingastaður lækkar verðið í kreppunni

Síam lækkar verðið þrátt fyrir efnahagsþrengingar í þjóðfélaginu.
Síam lækkar verðið þrátt fyrir efnahagsþrengingar í þjóðfélaginu. mbl.is/Golli

Eigendur taílenska matsölustaðarins Síam í Hafnarfirði hefur ákveðið að lækka verðið á réttum sem teknir eru með (take-away) um 300 krónur og fara vinsælustu réttirnir úr 1790 krónum í 1490.

Þessi lækkun kemur í kjölfar kreppunnar en einn eigedanna, Einar Örn Einarsson segir að taílenskur matur sé ekki lúxus.

„Maður heyrir að veitingahúsageirinn finni fyrir kreppunni, en við höfum ekki áhyggjur af því. Taílensk matargerð er ekki lúxus. Maturinn sem við seljum er álitinn venjulegur hversdagsmatur í Tælandi. Þar er hann seldur í litlum veitingatjöldum eða á matarvögnum sem ýtt er um íbúðarhverfin á matartíma. Við seljum hann reyndar bara í hefðbundnum íslenskum húsakynnum í Dalshrauni, en við teljum að þetta sé sami góði maturinn og fólk fær á götum Bangkok eða Pattaya."

Síam rekur sögu sína aftur til ársins 1985, en hann var fyrsta taílenska matstofan sem opnuð var á gervöllum Norðurlöndum.

Hægt er að skoða matseðil á www.siam.is.


mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar