Zeppelin í hljómleikaferðalag án Plant

Robert Plant sést hér á tónleikum í Laugardalshöll í upphafi …
Robert Plant sést hér á tónleikum í Laugardalshöll í upphafi áttunda áratugarins. mbl.is/Kristinn Benediktsson

Rokkgoðsagnirnar í Led Zeppelin eru nú að leggja drögin að hljómleikaferðalagi og nýrri plötu. Sá galli er hins vegar á gjöf Njarðar að söngvarinn Robert Plant er fjarri góðu gamni.

John Paul Jones, bassaleikari sveitarinnar, sagði í samtali við breska ríkisútvarpið að verið sé að leita að nýjum söngvara eftir að Plant sagðist ekki hafa áhuga á því að taka þátt.

Þeir félagar komu síðast fram á tónleikum í London í desember í fyrra.

Síðan þá hefur verið mikið ritað og rætt um það hvort þeir félagar hygðust halda áfram að rokka fyrir lýðinn og fara í tónleikaferðalag, og jafnvel gefa út nýja plötu, með syni John Bonhams á bak við trommusettið.

„Við erum að skoða nokkra söngvara,“ sagði Jones í samtali við BBC.

„Við viljum gera þetta. Þetta hljómar mjög vel og við viljum halda áfram og komast aftur út.“

Jones segir að hann,  Jimmy Page, gítarleikari sveitarinnar og Jason Bonham trymbill séu allir sammála um að þeir vilji ekki fá söngvara til liðs við sig sem hljómi nákvæmlega eins og Plant.

„Þetta verður að vera rétt. Það er enginn tilgangur að finna bara annan Robert.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir