Nýja Bond-myndin frumsýnd

Rússneska leikkonan Olga Kurylenko kemur til frumsýningarinnar í kvöld.
Rússneska leikkonan Olga Kurylenko kemur til frumsýningarinnar í kvöld. Reuters

Nýja kvik­mynd­in um James Bond, sem nefn­ist A Quant­um of Solace, var frum­sýnd í Lund­ún­um í kvöld. Mynd­in hef­ur fengið mis­jafna dóma en hún þykir of­beld­is­fyllri en fyrri mynd­ir um njósn­ara henn­ar há­tign­ar og hún er einnig styttri.

Aðalleik­ar­arn­ir í mynd­inni mættu til frum­sýn­ing­ar­inn­ar í Odeon kvik­mynda­hús­inu á Leicester Square í kvöld. Nokk­ur hundruð manns biðu utan við kvik­mynda­húsið í þeirri von að sjá þeim  Daniel Craig, Judi Dench, Olgu Kury­len­ko og Gem­mu Art­ert­on en þau leika aðal­hlut­verk­in í mynd­inni.

Þetta er 22. kvik­mynd­in, sem gerð er um James Bond og önn­ur mynd­in þar sem Craig leik­ur njósn­ara henn­ar há­tign­ar. Mynd­in var m.a. tek­in í Panama, Chile, Mexí­kó, Aust­ur­ríki og á Ítal­íu. Mynd­in tek­ur við þar sem síðustu Bond-mynd­inni, Casino Royale, lauk.

Craig lék sjálf­ur í mörg­um áhættu­atriðum í mynd­inni. Hann slasaðist á hægri hand­legg og er nú með hann í fatla eft­ir aðgerð, sem hann gekkst und­ir. Þá missti hann fram­an af fingri og sauma þurfti átta spor í and­lit hans eft­ir bar­daga­atriði.

Nafnið á mynd­inni er tekið úr smá­sagna­safn­inu For Your Eyes Only, sem kom út í Bretlandi árið 1960.  

A Quant­um of Solace verður tek­in til al­mennra sýn­inga í Bretlandi og Írlandi á föstu­dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Sólin er í merki þínu og því er mikilvægt að þú gefir þér tíma til að hugsa um sjálfan þig. Farðu eftir eigin hyggjuviti. Samræður ættu að verða líflegar og skemmtilegar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Sólin er í merki þínu og því er mikilvægt að þú gefir þér tíma til að hugsa um sjálfan þig. Farðu eftir eigin hyggjuviti. Samræður ættu að verða líflegar og skemmtilegar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Loka