Nýja Bond-myndin frumsýnd

Rússneska leikkonan Olga Kurylenko kemur til frumsýningarinnar í kvöld.
Rússneska leikkonan Olga Kurylenko kemur til frumsýningarinnar í kvöld. Reuters

Nýja kvikmyndin um James Bond, sem nefnist A Quantum of Solace, var frumsýnd í Lundúnum í kvöld. Myndin hefur fengið misjafna dóma en hún þykir ofbeldisfyllri en fyrri myndir um njósnara hennar hátignar og hún er einnig styttri.

Aðalleikararnir í myndinni mættu til frumsýningarinnar í Odeon kvikmyndahúsinu á Leicester Square í kvöld. Nokkur hundruð manns biðu utan við kvikmyndahúsið í þeirri von að sjá þeim  Daniel Craig, Judi Dench, Olgu Kurylenko og Gemmu Arterton en þau leika aðalhlutverkin í myndinni.

Þetta er 22. kvikmyndin, sem gerð er um James Bond og önnur myndin þar sem Craig leikur njósnara hennar hátignar. Myndin var m.a. tekin í Panama, Chile, Mexíkó, Austurríki og á Ítalíu. Myndin tekur við þar sem síðustu Bond-myndinni, Casino Royale, lauk.

Craig lék sjálfur í mörgum áhættuatriðum í myndinni. Hann slasaðist á hægri handlegg og er nú með hann í fatla eftir aðgerð, sem hann gekkst undir. Þá missti hann framan af fingri og sauma þurfti átta spor í andlit hans eftir bardagaatriði.

Nafnið á myndinni er tekið úr smásagnasafninu For Your Eyes Only, sem kom út í Bretlandi árið 1960.  

A Quantum of Solace verður tekin til almennra sýninga í Bretlandi og Írlandi á föstudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar