Gríðarleg viðbrögð við grein Bjarkar í The Times

Björk Guðmundsdóttir.
Björk Guðmundsdóttir. mbl.is/hag

„Það hafa verið alveg gríðarleg viðbrögð, allt frá Grikklandi til Japans,“ segir Einar Örn Benediktsson, einn af aðstandendum Náttura.info, þegar hann er spurður um viðbrögð við grein sem Björk birti í breska dagblaðinu The Times á þriðjudag.

Í greininni segir Björk meðal annars að Íslendingar ættu að nota tækifærið sem nú gefst til þess að hafna efnahagslegum yfirráðum erlendra stórfyrirtækja og styðja í staðinn við umhverfisvæn grasrótarfyrirtæki.

„Það hefur áður sýnt sig að það er of áhættusamt fyrir okkur að geyma öll eggin í sömu körfunni, eins og við rákum okkur t.d. á þegar 70% af tekjum okkar voru háð fiskveiðum. Nú horfum við fram á hörmulegar afleiðingar þess að veðja öllu okkar á viðskiptageirann. Ef við reisum tvö álver í viðbót verður Ísland ekki þekkt fyrir neitt annað en að vera stærsti álbræðandi í heimi. Það yrði lítið rými eftir fyrir nokkuð annað. Ef álverð fellur svo – eins og það er þegar byrjað að gera – myndi það valda öðru hörmungarskeiði,“ segir Björk meðal annars í grein sinni.

Einar Örn segir að Björk ætli ekki í frekari viðtöl vegna greinarinnar. „Hún fór í sjónvarpsviðtal fyrir ITN og það fer inn á einhverjar 50 sjónvarpsstöðvar. Þannig að það eru bæði mikil og jákvæð viðbrögð við þessu öllu saman.“ 

 Vefsíða Náttúru.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar