Prýðir forsíðu Max

Ásdís Rán.
Ásdís Rán. mbl.is

Fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir prýðir forsíðu búlgarska glanstímaritsins Max sem kom út í gær.

Ásdís flutti nýlega með eiginmanni sínum, knattspyrnukappanum Garðari Gunnlaugssyni, til Búlgaríu þar sem hann gekk til liðs við fótboltaliðið CSKA Sofia.

Inni í blaðinu er líka viðtal við Ásdísi sem blaðamaðurinn Pavel Kolev tók. Hann segir engan vafa leika á því að Ásdís sé mun frægari í Búlgaríu en eiginmaður hennar.

„Allavega enn sem komið er, en það er kannski vegna þess að Garðar hefur ekki enn spilað fyrir CSKA Sofia, þannig að það vita ekki allir hver hann er,“ segir Kolev.

Það mun þó ekki vera nýmæli að eiginkonur knattspyrnumanna komist í fréttirnar í Búlgaríu, þær eru mjög vinsælar í landinu og þá sérstaklega eiginkonur leikmanna CSKA Sofia.

Með því að prýða forsíðu Max fetar Ásdís í fótspor ekki minni kvenmanna en Charlize Theron, Monicu Bellucci og Gisele Bündchen.

Dagurinn í gær var annars stór hjá Ásdísi, því það var ekki nóg með að hún prýddi forsíðu Max, heldur kom hún fram í einum vinsælasta sjónvarpsþættinum í Búlgaríu.

„Hann er sýndur á stærstu sjónvarpsstöðinni í Búlgaríu þannig að það má alveg segja að það gangi allt í haginn hjá Ásdísi um þessar mundir,“ segir Kolev.

Hægt er að fylgjast með lífi og fyrirsætuferli Ásdísar Ránar á heimasíðunum: www.asdisran.com og www.asdisran.blog.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen