Yfirmaður hjá BBC segir af sér

Gamanleikarinn Russell Brand gengur stundum á ystu nöf í ummælum …
Gamanleikarinn Russell Brand gengur stundum á ystu nöf í ummælum sínum. Reuters

Yfirmaður Radio Two, einnar af rásum breska ríkisútvarpsins BBC, sagði af sér í dag vegna þess uppnáms, sem orðið hefur vegna móðgandi ummæla sem féllu í skemmtiþætti á útvarpsrásinni. Stjórnendum þáttarins var í gær vikið frá störfum tímabundið og í kjölfarið sagði annar þeirra af sér.

Deilan snýst um ummæli, sem útvarpsmaðurinn   Jonathan Ross og leikarinn  Russell Brand létu falla um leikarann  Andrew Sachs og dótturdóttur hans, Georgina Baillie. 

Lesley Douglas, yfirmaður Radio Two, sagði af sér í dag og sagðist í yfirlýsingu harma mjög að útvarpsrásin hefði orðið uppspretta jafn hraðra deilna. Bað hún  Andrew Sachs og fjölskyldu hans jafnframt afsökunar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir