Brúðguminn með fjórtán tilnefningar

Sviðsmynd úr Brúðgumanum eftir Baltasar Kormák.
Sviðsmynd úr Brúðgumanum eftir Baltasar Kormák.

Brúðguminn, kvikmynd Baltasar Kormáks, er tilnefnd til 14 verðlauna á Edduverðlaununum í ár, þar með talið í flokknum „Kvikmynd ársins“. Verðlaunin verða afhent í Háskólabíó sunnudagskvöldið 16. nóvember.

Þannig eru kvikmyndirnar Brumguminn, Reykjavík-Rotterdam og Sveitabrúðkaup hljóta tilnefningu í flokknum „Kvikmynd ársins“. Stuttmyndirnar Harmsaga, Hnappurinn og Smáfuglar eru hins vegar tilefndar í flokki stuttmynda. 

Af öðrum flokkum má nefna að sjónvarpsþættirnir Dagvaktin, Latibær, Mannaveiðar, Pressa og Svartir englar eru tilnefndir í flokknum "Leikið sjónvarpsefni ársins".

Tilnefndar í flokknum „Leikkona ársins í aðalhlutverki“ eru þær Didda Jónsdóttir (Skrapp út), Margrét Vilhjálmsdóttir (Brúðguminn) og Sólveig Arnardóttir (Svartir englar).

„Leikarar ársins“ eru tilnefndir þeir Baltasar Kormákur (Reykjavík-Rotterdam), Hilmir Snær Guðnason (Brúðguminn) og Pétur Einarsson (Konfektkassinn).

Í flokknum „Leikkona ársins í aukahlutverki“ eru tilnefndar þær Hanna María Karlsdóttir (Sveitabrúðkaup), Ilmur Kristjánsdóttir (Brúðguminn) og Ólafía Hrönn Jónsdóttir (Brúðguminn).

Leikari ársins í aukahlutverki eru tilnefndir þeir Jóhann Sigurðarson, Ólafur Darri Ólafsson og Þröstur Leó Gunnarsson, allir fyrir leik í Brúðgumanum.

Baltasar Kormákur og Þröstur Leó Gunnarsson í myndinni Reykjavík-Rotterdam.
Baltasar Kormákur og Þröstur Leó Gunnarsson í myndinni Reykjavík-Rotterdam. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir