Dýrt spaug

Útva­rpsmaðurinn Jonath­an Ross, sem hef­ur verið mikið í fréttum í Br­et­landi eftir gróf­an sím­a­hrekk, mun tapa tæ­pum 300 milljónum kr. á uppát­ækinu.

Ross og spéfu­gl­inn Russell Brand rey­ndu að ná sím­aviðtali við hinn aldna leikara And­r­ew Sac­hs en þegar illa gekk að ná í Sac­hs skildu þeir félagar klúr skila­boð eftir á talhólfi hans. Um 35 þúsund manns kvörtuðu undan uppát­ækinu, sem spilað var í beinni útsend­ingu, þ.á m. Gord­on Brown fors­æt­is­ráðherra.

Sa­mning­ur Ross við út­va­rpsstöðina hljóðar upp á 6 milljónir punda eða rú­m­lega 1,1 milljarð íslen­s­kra kr­óna. Í kjölf­ar hrekks­ins var Ross vikið úr sta­r­fi í 12 vi­kur og mun hann ekki fá greidd laun þann tíma. Brand sagði upp út­va­rps­sta­r­fi sínu á miðvi­kudaginn.

Ross og Brand hrin­g­du í Sac­hs og skildu eftir gróf skila­boð, þar sem m.a. var talað um ky­nf­erðislegt sa­mband hans við barna­barn sitt. Þeir grínuðust einnig með að Sac­hs gæti framið sjálf­s­m­orð þegar hann heyrði skila­boðin.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt eiga rólegan dag og gætir fengið óvænta heimsókn sem gleður þig. Hefur þér sést yfir eitthvað? Veltu sparnaðarleiðum fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thor­up
3
Arnald­ur Indriðason
4
Sof­ie Sa­ren­brant
5
Unni Lind­ell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt eiga rólegan dag og gætir fengið óvænta heimsókn sem gleður þig. Hefur þér sést yfir eitthvað? Veltu sparnaðarleiðum fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thor­up
3
Arnald­ur Indriðason
4
Sof­ie Sa­ren­brant
5
Unni Lind­ell