Myrká heitir ný glæpasaga eftir Arnald Indriðason sem kemur út á dag, 1. nóvember kl. 16. Þetta er tólfta skáldsaga Arnaldar Indriðasonar en hún segir frá morði í Þingholtunum og rannsókn þess. Að þessu sinni annast Elínborg, aðstoðarkona Erlendar rannsóknina en Erlendur er týndur uppi á fjöllum.
Bókin er prentuð í hátt í 30.000 eintökum og segir útgefandinn, Jóhann Páll Valdimarsson, að það sé met á Íslandi.
Í Lesbók Morgunblaðsins í dag verður birtur fyrsti kafli bókarinnar.