Ísland er á allra vörum um þessar mundir. Í sunnudagsútgáfu breska blaðsins The Times er fjallað um hvert Bretar eigi kost á að skella sér í frí á næstunni, í grein á léttu nótunum. Veiking pundsins að undanförnu er sögð útiloka nokkra valkosti en Ísland er nefnt sem kostur.
„Ísland er augljóslega töluvert ódýrara en það var á þessum tíma á síðasta ári, aðallega vegna þess að allt landið fór í klessu. En er Ísland í alvörunni staðurinn þar sem maður finnur upplífgandi vetrarsól? Ekki nema þú kunnir best við vetrarsólina skammvinna og kalda, rammaða inn af tuttugu klukkutímum af myrkri, sem engin leið er að hlýja sér í nema með því að drekka (nú mun ódýrara) vodka,“ segir í greininni.
Niðurstaða blaðamannsins er að Bretar ættu að skella sér til Suður Afríku í frí.