Keyrði vísvitandi gegnum steinvegg

Trukkurinn keyrir í gegnum vegginn.
Trukkurinn keyrir í gegnum vegginn. Ljósmynd/BBC

Myndir af Jeremy Clarkson, þáttastjórnana Top Gear, keyra vörubíl gegnum steinvegg hafa verið gerðar opinberar. Um var að ræða atriði fyrir þáttinn en í honum fengu þáttastjórnendurnir þrír verkefni tengd vörubílstjórunum sem þeir áttu að inna af hendi.

Að sögn talsmanns Top Gear slasaðist Clarkson töluvert í atriðinu sem fólst í að sýna hve erfitt það væri að vera vörubílstjóri. Clarkson segir sjálfur að hann hafi stokkið úr bifreiðinni, öskrandi af sársauka, með mar á fæti, baki og fingri. Hann hefur þó síðan náð góðum bata.

Clarkson átti að keyra vöruflutningabíl gegnum vegg á 90 km hraða, sem er löglegur hámarkshraði bifreiðarinnar, á sérstakri prófbraut. Clarkson lét hafa eftir sér, eftir slysið, að áður en mönnum væri hleypt út á götuna ættu þeir að hafa prufað að keyra á vegg á miklum hraða.

„Unglingar sjá Bruce Willis keyra bíl sínum á þyrlu og halda að hægt sé að stíga úr bílnum eftir á, nógu hress til að kýla óþokkann í andlitið. Það er alls ekki rétt. Eftir slysið mitt, sem gerðist á miklum hraða, öskraði ég af sársauka. Ég gat ekki gengið. Ég gat ekki talað. Ég gat ekki hugsað. Ég vil að unglingar viti að árekstrar eru virkilega sársaukafullir og það væri skynsamlegt að lenda ekki í slíkum.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar