Andlit Iceland sagt glíma við Bakkus

Kerry Katona.
Kerry Katona.

Yfirmenn bresku verslunarkeðjunnar Iceland hafa pantað tíma hjá lækni fyrir bresku poppstjörnuna Kerry Katona, en grunur leikur á að hún berjist við áfengissýki. Fyrirtækið gerði 250.000 punda samning við Katona, sem er andlit Iceland. Talið er að ef hún verði ekki við kröfum fyrirtækisins verði samningum rift.

Málið er sagt tengjast því þegar Katona kom fram í sjónvarpsþættinum This Morning, sem þótti víst vera hrein skelfing. Talið er að hún hafi verið mjög ölvuð þegar hún kom fram í þættinum.

Mark Croft eiginmaður Katona segir að forsvarsmenn Iceland hafi gengið í málið. „Þeir hafa miklar áhyggjur af Kerry og vilja sjá til þess að allt sé í lagi.“

Reiðir viðskiptavinir Iceland hafa látið í sér heyra vegna málsins og kvartað undan framkomu Katona. Talið er að Iceland hafi gripið til þess að láta rannasaka hvort hún eigi í vandræðum með áfengi. Samningurinn er sagður hanga á bláþræði.

Katona, sem er 28 ára, heldur því fram að hún hafi ekki drukkið áfengi áður en hún kom fram í umræddum þætti í síðasta mánuði. Hún vill meina að ástæða þess að hún hafi talað mjög óskýrt og verið þvoglumælt sé önnur. Hún hafi verið undir áhrifum lyfseðilsskyldra lyfja sem hún hafi tekið inn vegna geðhvarfasýki sem hún glími við.

Frá því hún kom fram í þættinum hefur samningi hana við tímaritið OK! verið rift og þá hefur fjölmiðlafulltrúi hennar sagt skilið við hana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka