The Kinks huga að endurkomu

The Kinks á blómaskeiði sínu á sjöunda áratugnum. Ray Davies …
The Kinks á blómaskeiði sínu á sjöunda áratugnum. Ray Davies er lengst til hægri og bróðir hans Dave er annar frá vinstri.

Gömlu rokkhundarnir í The Kinks eru byrjaðir að semja nýtt efni. Ray Davies, söngvari og forsprakki hljómsveitarinnar, segir mögulegt að þeir félagar muni koma saman á nýjan leik.

„Það er ýmislegt komið í gagn,“ sagði Davies í samtali við BBC. Hann bætti því hins vegar við að það væri of snemmt um að segja hvort eitthvað sé varið í efnið.

„Það fer allt eftir því hvort tónlistin sé góð. Við viljum nýja góða tónlist. Ég vil gjarnan að þetta verði meira samstarfsverkefni heldur en var hér áður.“

Breska hljómsveitin The Kinks er eina af vinsælustu og áhrifamestu hljómsveitum sjöunda áratugarins. Þeir léku síðast saman árið 1996.

Í september sagði Davies að endurkoman byggi að miklu leiti á því hvernig Dave Davies, bróðir hans, heilsast, en hann fékk heilablóðfall fyrir fjórum árum. Ray Davies segir hins vegar að bróður sínum heilsist ágætlega um þessar mundir.

Meðal helstu smella hljómsveitarinnar má nefna You Really Got Me, Sunny Afternoon, Waterloo Sunset og All Day And All Of The Night.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir